Ummæli Agnesar Bragadóttur í garð Aldísar Schram voru í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmd dauð og ómerk. Auk þess er henni gert að greiða Aldísi 600 þúsund í miskabætur og 1.5 milljón í málskostnað.

Ummælin sem um ræðir eru fjögur talsins og voru rituð á Facebook þann 7. desember í fyrra, og þótti ljóst að þar væri Agnes að skrifa um Aldísi. Ummælin eru eftirfarandi

„...þið  byrjuðuð  í  þessum  viðurstyggilega  leðjuslag við  Laufeyju  og  Carmen,  þar sem aðalhvatamaður og leikstjóri er Aldís nokkur, svokölluð dóttir ykkar ...“

„Hætti Aldís ekki sínum lygum og óþverraskap í garð BSchr og JBH þá mun ég gefa hér, á þessum vettvangi, nákvæma lýsingu á því, hvernig hún reyndi að nauðga mér á læstri sjúkrastofu sinni á deild 33 geðdeild ...“

„ég ... var læst inni með froðufellandi kynlífsbrjálaðri graðkerlingu ...“

„... ef þú lætur ekki af hatursfullum ofsóknum þínum, þá ...“

Dómurinn féllst á það að fyrstu ummælin fælu í sér ærumeiðandi  aðdróttun í garð Aldísar, þar sem hún væri sökuð um að standa að baki „frásögn meints brotaþola sem varð til þess að sakamálvarhöfðað gegn Jóni BaldvinHannibalssyni vegna ætlaðs kynferðisbrots gagnvart Carmen Jóhannsdóttur.“

Síðan féllst dómurinn á að hin ummælin væru eru „sérstaklega  ósmekkleg  og  móðgandi“ fyrir Aldísi. Auk þess hefðu þau að geyma hótun og fullyrðingar um atvik sem ekkert liggi fyrir um að hafi átt sér stað. Umræddar atvikalýsingar, af meintri nauðgun, eru að mati dómara „sérstaklega ógeðfelld og ósæmandi.“