Um­hverfis­sinnar gripu til að­gerða á sjö flug­völlum víðs vegar um Sví­þjóð í dag til að mót­mæla mengun sem flug­sam­göngum fylgir.

Skömmu fyrir há­degi að sænskum tíma fékk lög­regla til­kynningu um grun­sam­legar manna­ferðir frá flug­vellinum í Mal­mö og stuttri stund síðar barst til­kynning frá Bromma-flug­velli í Stokk­hólmi. Þetta kemur fram í frétt SVT.

Á Bromma höfðu tveir komið sér inn á flug­brautina og reyndu að stöðva vél frá því að takast á loft. Þeir voru hand­teknir og tveir til við­bótar. Í Mal­mö var kona hand­tekin eftir að hún fór inn á flug­brautina.

Fréttablaðið/EPA

Síðan bárust lög­reglu til­kynningar um að fólk hefði farið inn á flug­vellina Arlanda og Land­vet­ter, sem og í Halmstad og Vax­jö. Á Arlanda voru tvær konur hand­teknar. Vax­jö-flug­velli var karl­maður og kona hand­tekin eftir að þau límdu hendur sínar á flug­brautina. Sænsk flug­mála­yfir­völd á­kváðu að loka flug­vellinum um stund.

Alls voru fjórir hand­teknir á Land­vet­ter og Halmstad-flug­velli. Fólkið var með miða í flug en var með ó­læti um borð sem gerði það að verkum að vélin gat ekki tekið af stað.

Í Kalmar var einn hand­tekinn fyrir að fara inn á flug­braut flug­vallarins.

Lög­regla rann­sakar nú at­vikin og hefur eftir­lit á sænskum flug­völlum verið hert. Fólkið til­heyrir sam­tökum sem heita Extinction Rebellion og gripið hafa til að­gerða þar sem um­hverfis­á­hrifum sam­gangna og annarri mengandi starf­semi er mót­mælt.