Flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokksins og Vinstri grænna og Mið­stjórn Fram­sóknar funda nú stíft um nýjan stjórnar­sátt­mála flokkanna þriggja.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Sjálfstæðisflokkurinn fá umhverfisráðuneytið og sjá um orku- og loftlagsmál. Flokkurinn mun halda fjármálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu og fá til sín forseta Alþingis.

VG mun áfram stýra forsætisráðuneytinu ásamt því að fá félagsmálaráðuneytið og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið til sín.

Sam­kvæmt heimildum mbl.is hefur verið til­kynnt að heil­brigðis­ráðu­neytið, nýtt inn­viða­ráðu­neyti verði hjá Fram­sókn.

Nýr heilbrigðisráðherra mun koma úr röðum Framsóknar.
Fréttablaðið/Ernir

Greint var frá því í Frétta­blaðinu í dag að sam­­kvæmt heimildum þá muni ráð­herrum Fram­­sóknar­­flokksins fjölga um einn í nýrri ríkis­­stjórn Fram­­sóknar­­flokks, Sjálf­­stæðis­­flokks og Vinstri grænna. Sjálf­­stæðis­­flokkurinn og Vinstri græn halda sínum fjölda ráðu­neyta. Ráð­herrar nýrrar ríkis­­stjórnar verða því tólf og fjölgar um einn frá því sem nú er.

Leggi flokkarnir blessun sína yfir stjórnar­sátt­mála og skiptingu ráðu­neyta milli flokkanna, verður boðað til þing­flokks­funda í fyrra­málið þar sem ráð­herra­listar verða bornir upp til sam­þykktar.

Að ó­breyttu verður svo boðað til blaða­manna­fundar eftir há­degi á morgun, til kynningar á nýrri ríkis­stjórn og stjórnar­sátt­mála hennar.