Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis-, auð­linda- og orku­mála­ráð­herra setti Stóra Plokk­daginn form­lega fyrr í dag við Gufu­nes­veg.

Stóri Plokk­dagurinn er haldinn í fimmta skiptið og vilja margir meina að dagurinn sé orðinn einn af ís­lensku vor­boðunum. Dagurinn er haldinn síðasta sunnu­daginn í apríl, ár hvert.

Flest sveitar­fé­lög landsins taka þátt í deginum, fjöldi fyrir­tækja og fé­laga­sam­tök einnig. Í ár stefnir í met­þátt­töku enda veður­guðirnir mildir í dag eftir ansi harðan vetur.

Í til­kynningu frá um­sjónar­mönnum Stóra Plokk­dagsins segir: „Að plokka gefur fólki tæki­færi til að sam­eina úti­veru og hreyfingu sem og að sýna um­hverfinu og sam­fé­laginu kær­leik í verki. Að plokka fegrar um­hverfi okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir storma­saman vetur."

Stóri Plokkdagurinn er haldinn í fimmta skiptið í ár.
Fréttablaðið/Mummi Lú