Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis og auð­linda­ráð­herra, hefur sent Frans páfa bréf þar sem hann hvetur páfa til að draga til baka á­kvörðun um að bann við blessun sam­banda sam­kynja para.

Frans páfi stað­festi í vikunni til­skipun Vatíkansins um að ekki væri hægt að blessa sam­kynja sam­bönd þar sem Guð „blessar ekki synd“, en páfinn hafði áður haft orð á því að hann styddi borgara­lega vígslu sam­kynja para.

Annað bréfið sem umhverfisráðherra sendir páfa

Þetta er í annað skipti sem Guðmundur Ingi skrifar Frans páfa en hann segist alltaf hafa haft trú á páfanum og sé viss um að hann vilji og geti breytt viðhorfum til hinsegin fólks innan sem utan kaþólsku kirkjunnar. Ráðherra birti efni bréfsins á Face­book síðu sinni en meðal þess sem kemur fram í því er:

„Það gerir mig dapran og von­svikinn að lesa það að kaþólska kirkjan geti ekki lagt blessun sína yfir sam­kynja sam­bönd því guð blessi ekki synd. Hvernig getur það verið synd að elska þau sem maður elskar og vilja inn­sigla það með form­legum hætti? Þetta við­horf stríðir gegn allri heil­brigðri skyn­semi. Skila­boðin sem kaþólska kirkjan sendir með þessu til heimsins eru í senn dapur­leg og mann­fjand­sam­leg.“

Bréf ráð­herra má sjá í heild sinni hér að neðan.