Vil­hjálmur Árna­sonar, þing­maður Sjálf­stæðis­flokks, gagn­rýnir Guð­mund Inga Guð­brands­son um­hverfis­ráð­herra harð­lega í færslu á Face­book í kvöld. Ráð­herra segir í sam­tali við Frétta­blaðið mál­flutning þing­mannsins undar­legan.

Þing­maðurinn sagði Guð­mund Inga hafa farið um landið „með frið­­lýsinga­­sprotann í skjóli nætur og frið­­lýsir út og suður, án alls sam­ráðs og fag­­legs undir­­búnings.“ Hann sagði enn fremur það ekki standast lög að á vatna­­svið séu frið­­lýst á grund­velli ramma­á­ætlunar og það sé hlut­verk Al­þingis að skil­­greina hvaða svæði eigi að frið­­lýsa í sam­ræmi við ramma­á­ætlun. Það hafi ekki verið gert.

Um­hverfis­ráð­herra hafnar mál­flutningi Vil­hjálms ein­dregið. Guð­mundur Ingi segir Vatna­jökuls­þjóð­garð og önnur frið­lýst svæði hafa verið efld til muna í ráð­herra­tíð sinni, bæði með frið­lýsingum og fjár­magni og allt hafa verið unnið í sam­ræmi við lög.

Þessi mál­flutningur þing­mannsins er vægast sagt undar­legur og stenst enga skoðun

„Þing­maðurinn virðist ein­fald­lega á móti frið­lýsingum í þágu víð­erna, náttúru­verndar og eflingu náttúru­verndar­svæða sem er mikil­vægt byggða­mál. Hvoru tveggja hefur verið á­herslu­mál mitt. Þessi mál­flutningur þing­mannsins er vægast sagt undar­legur og stenst enga skoðun. Þing­maðurinn er vara­maður í stjórn Vatna­jökuls­þjóð­garðs og situr flesta fundi stjórnar. Ég veit ekki til þess að hann hafi lagt fram bókanir gegn nokkurri stækkun þjóð­garðsins á kjör­tíma­bilinu,“ segir Guð­mundur Ingi.