Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis­ráð­herra, bar grímu með regn­boga­litum hin­segin fólks á ráð­herra­fundi Norður­skauta­ráðs í Hörpu í dag. Grímu­valið er lík­lega enginn til­viljun þar sem hin­segin sam­fé­lagið hefur hvatt til þess að al­menningur haldi uppi regn­boga­litunum í til­efni af heim­sókn Sergei Lavrov, utan­ríkis­ráð­herra Rúss­lands.

Lavrov, sem bar af ein­hverjum á­stæðum enga grímu á fundinum, hefur verið gagn­rýndur fyrir að verja að­för rúss­neskra stjórn­valda gegn hin­segin fólki í landinu.

Að­för gegn hin­segin fólki

Árið 2013 bönnuðu rúss­nesk stjórn­völd allan svo­kallaðan „hin­segin á­róður“ í landinu. Það hefur haft það í för með sér að gleði­göngur og aðrar sam­komur hafa verið bannaðar auk þess sem hin­segin fólk hefur verið of­sótt, pyntað og myrt í auknum mæli síðasta ára­tug.

Lavrov sagði lögin ekki stríða gegn al­þjóð­legum sátt­málum Rúss­lands og sagði lögin vera til þess gerð að vernda börn í landinu. Bar­áttu­fólk hefur þó iðu­lega bent á að það eigi ekki við um hin­segin börn.

Kæfa ekki ástina með hatri

Sam­tökin ‘78 efndu til mót­mæla fyrir utan Hörpuna í morgun þar sem bar­áttu­fólk hélt uppi regn­boga­fánum og skiltum. „Sýnum Sergei Lavrov og rúss­neskum stjórn­völdum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri,“ skrifaði stjórn sam­takanna 78 í yfir­lýsingu.

„Sýnum hin­segin fólki í Rúss­landi að okkur er ekki sama, styðjum við stað­festu þeirra í flóð­bylgju mót­lætis og haturs. Flöggum regn­boga­fánanum á fána­stöngum, úti í glugga, á vinnu­stöðum, í skólum.“

Samtökin 78 sýndu samstöðu með hinsegin fólki í Rússlandi í tilefni af heimsókn Sergei Lavkov.
Fréttablaðið/Anton Brink