Breski sjónvarpsmaðurinn sir David Attenborough hefur verið útnefndur meistari Jarðar eða Master of the Earth af Sameinuðu þjóðunum í tilefni af Degi Jarðar sem haldið er upp á víða um heim í dag, 22. apríl. Útnefninguna hlýtur hann fyrir að hafa verið mannkyninu innblástur í umhverfismálum um áratugaskeið.

Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Attenborough vel að verðlaunum kominn enda sé hann einstakur í sinni röð.

,,Við eigum bara eina Jörð og það er á okkar ábyrgð að við skilum henni áfram til komandi kynslóða,“ segir Guðlaugur Þór.

Ráðherra verður gestur ásamt Sigrúnu Perlu Gísladóttur ungum umhverfissinna í Fréttavikunni á Fréttavaktinni sem hefst klukkan 18:30 í opinni dagskrá á Hringbraut í kvöld.

,,Loftslagsmálin eru stórmál. Við höfum komist að því að þegar við fiktum of mikið í náttúrinni þá hefur það alvarlegar afleiðingar,“ segir Guðlaugr Þór. ,,Við eru með neyðarkall á alþjóðavettvangi. Það er vegna þess að slæmir hlutir eru að gerast," segir ráðherra.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins: