Niðurstöður einkunnagjafar Ungra umhverfissinna á umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna sýna að umhverfismál eru ekki í forgangi hjá Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins fyrir Alþingiskosningar.

Öllum flokkum var gefin einkunn fyrir umhverfis- og loftslagsstefnur sínar út frá kvarða sem hannaður var af Ungum umhverfissinnum í samstarfi við þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna og óháðra sérfræðinga. Kvarðinn var 100 stig og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu.

Mynd: Ungir Umhverfissinnar

Fjórir flokkar skoruðu áberandi lægst í umhverfismálum. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengu samtals tvö stig af hundrað og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5,3. Þá fékk Framsókn þrettán stig. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði við Fréttablaðið í gær að flokkarnir hefðu fengið kvarðann sendan 17. maí og þeir hafi því haft nægan undirbúning.

Tinna sagði jafnframt að lítill munur þriggja efstu flokkanna hefði komið að óvart. Píratar skoruðu fengu flest stig, 81,2 og Vinstri grænir 80,3. Þá fylgir Viðreisn fast á eftir með 76,3. Samfylkingin fékk 48,8 og Sósíalistaflokkurinn 37 stig.

Markmið Ungra umhverfissinna er að láta kosningarnar snúast um umhverfis- og loftslagsmál að sögn Tinnu.

Fólk getur kynnt sér niðurstöðurnar á vef Ungra umhverfissinna.