Rögn­valdur Ólafs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­vörnum, fór í vett­vangs­ferð að eld­gosinu í Geldinga­dölum í gær. Hann segir fólk hafi al­mennt haldið sig í litlum hópum vegna CO­VID-19 en um­gengni gesta hafi hins vegar verið til skammar.

„Ég fór sjálfur í vett­vangs­ferð í gær, það var skít­kalt en ekki mikill vindur og bjart. Þar sem ég fór um svæðið virtist fólk, alla­vega út frá co­vid, vera í minni hópum og með því fólki sem það kom á svæðið með. Þá var einnig gott bil á milli hópa,“ segir Rögn­valdur.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn er ekki sáttur við umgengni við eldgosið.

„Það sem olli von­brigðum var um­gengnin þarna. Um­gengni á náttúru­lega alltaf við og alls staðar en það er mjög leiðin­legt þegar maður er kominn á þennan stað að þurfa að klofa yfir bjór­dósir, á­fengis­flöskur, bjór­flöskur og annað rusl sem fólk er að skilja eftir. Það er eigin­lega varla á­sættan­legt,“ segir Rögn­valdur.

Hann segir það sé smá þver­sögn í því að fara til þess að njóta náttúrunnar og skilja síðan ruslið eftir sig. „Þetta er veru­lega öfug­snúið,“ segir Rögn­valdur og bætir við að það sé ekki í verkahring björgunarsveitarmanna að þrífa upp rusl eftir gesti.

„Ég veit ekki hvað þarf að gera í þessu en þetta þarf að skoða í stóra sam­henginu við allt annað sem er að gerast þarna. En það er mjög skrýtið að þurfa taka þetta sér­stak­lega fram þarna en veitir senni­lega ekki af því að minna á þá.“

Mjög leiðin­legt þegar maður er kominn þarna á þennan stað að þurfa klofa yfir bjór­dósir og á­fengis­flöskur.

Rögnvaldur segir það ekki í verkahring björgunarsveitarmanna að þrífa upp rusl eftir gesti.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ein manneskja týndist í gær

Spurður um hvernig það hefur gengið að halda uppi öryggi gesta segir Rögn­valdur að það hefur gengið á­gæt­lega.

„Það var ein manneskja sem týndist í gær­kvöldi varð við­skila við hópinn sinn en það tókst að finna hana samt. Það voru erfiðar að­stæður í gær það var svo kalt,“ segir Rögn­valdur.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari