Röð bíla nær nú frá Grundar­tanga og inn að Hval­fjarðar­göngum vegna tveggja bíla á­reksturs sem varð milli Grundar­tanga og ganganna nú síð­degis.

Veg­farandi sem Frétta­blaðið ræddi við sem er á leið til Reykja­víkur segir bíla farna að snúa við og í fjörðinn vegna tafanna. Bíll sé við bíl og um­ferðin gangi lötur­hægt.

Fram kemur á mbl.is að tveir sjúkra­bílar, tveir slökkvi­liðs­bílar og einn lög­reglu­bíll sé á staðnum. Annar bílanna endaði út í skurði. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkra­hús en fjöldi þeirra og líðan liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Fréttin uppfærð kl. 18:20:

Að sögn vegfarandans er umferð að ná eðlilegum hraða á veginum. Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi.