Kirkjufell, eitt mest myndaða fjall á Íslandi, og Kirkjufellsfossar laða að sér ferðamenn í síauknum mæli.

Bílastæðið við fossana er ekki nógu stórt til að rúma bíla ferðamanna sem vilja ólmir komast að svæðinu og því myndast oft töluvert öngþveiti með tilheyrandi umferðarhættu á veginum.

„Þetta er daglegt ástand,“ segir Jónas Ottósson, lögreglufulltrúi á Vesturlandi, um öngþveitið sem segir að ástandið sé búið að vara svona lengi og að ásóknin í að berja fjallið og fossana augum aukist með ári hverju.

Bílastæðin bera ekki fjöldann

„Það er bara alltaf fullt á bílastæðunum og lagt beggja vegna við veginn og skapast þá oft þrengsli og öngþveiti þegar bílarnir verða of margir. Bílastæðin bera ekki fjöldann.“

Búið er að útbúa bílastæði vestan við veginn, nær fossunum. „Eins og fólk er þá fer það bara að leggja þar sem það kemur bílunum sínum fyrir,“ segir Jónas.

Mikið öngþveiti skapaðist í dag þegar bílar, sem lagt var í vegkanti, ollu því að mikil þrengsli mynduðust og töluvert hægðist á umferð um svæðið.

„Það er þarna svakalega mikið af fólki alla daga og það er oft erfitt að komast í gegn og þarf að fara mjög varlega, segir Jónas sem segir að búið sé að lækka hámarkshraða á vegkaflanum vestur fyrir Kirkjufellið og Kirkjufellsfossa.

Kirkjufellið er eitt af mest mynduðu fjöllum landsins og leiti maður eftir heiti fjallsins á Instagram birtast hátt í 60.000 myndir.

Aðsend mynd

Fjallið er vinsælt myndefni ferðamanna.

View this post on Instagram

Dying to go back to this insane place... ⛰

A post shared by Bennett Lombardo (@bennettlombardo) on