Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti þó­nokkrum út­köllum í gær og nótt vegna um­ferðar­ó­happa.

Fram kemur í dag­bók lög­reglunnar að til­kynnt hafi verið um um­ferðar­ó­happ í hverfi 101, 105 og 270. Engin slys urðu á fólki en draga þurfti fjóra bíla í burtu frá vett­vangi sem allir eru lík­lega ó­öku­færir.

Þá var nokkuð um að öku­menn væru stöðvaður vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis eða annarra vímu­efna.