Hellisheiði var í dag lokað til austurs vegna umferðaróhapps. Flutningabíll sat þar fastur. Búið er að opna veginn aftur núna.

Töluverð snjókoma hefur verið í nótt og í dag og er auk þess talsverð bílaröð í átt að höfuðborgarsvæðinu, til vesturs.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að veginum hafi verið lokað tímabundið.

Myndin er tekin á vettvangi í dag.
Fréttablaðið/Svava

Á vef Vegagerðarinnar kemur einnig fram að búið sé að loka Nesjavallaleið.

Gul veðurviðvörun er í gangi á Suður- og Suðausturlandi en hún á að ganga niður í nótt.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að vegurinn var opnaður á ný klukkan 13:28.