Slökkv­i­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u var kall­að út vegn­a sin­u­brun­a í Heið­mörk klukk­an kort­er í þrjú. Mik­ill mann­skap­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur út til að reyn­a að ráða nið­ur­lög­um brun­ans og eru tveir tank­bíl­ar á staðn­um auk dæl­u­bíls. Þyrl­a Land­helg­is­gæsl­unn­ar var köll­uð út kort­er í fjög­ur og sæk­ir vatn í Ellið­a­vatn með svo­kall­að­ar­i slökkv­iskj­ól­u sem tek­ur 1660 lítr­a af vatn­i.

Reyk­ur frá sin­u­brun­an­um sést vel víða af höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Val­garð­ur Gísl­a­son, ljós­mynd­ar­i Frétt­a­blaðs­ins, er á staðn­um og eins og sést á mynd­um hans er sin­u­brun­inn nokk­uð stór.

Upp­fært 17:17: Rún­ar Helg­a­son hjá slökkv­i­lið­in­u á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u seg­ir brun­ann brenn­a á tveim­ur stöð­um og bær­i­leg­a gang­i að ráða nið­ur­lög­um hans. Hann segir of snemmt að segja til um upptök hans.

Uppfært 17:40: Um þrjátíu slökkviliðsmenn eru nú við slökkvistörf í Heiðmörk og kallaður hefur verið út aukamannskapur frá björgunarsveitum og lögreglu. Eldurinn brennur á milli Vífilsstaðavatns og Vífilsstaðahlíðar.

Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli