Um 300 tóku þátt í um­fangs­mikilli flug­slysa­æfingu Al­manna­varna og Isavia sem haldin var á Reykja­víkur­flug­velli í morgun. Í æfingunni var æfður við­búnaður við því að tvær flug­vélar hefðu skollið saman á vellinum. Um 60 manns voru slasaðir og eldur logaði. Þetta kemur fram í Frétta­til­kynningu frá Isavia.

Auk Al­manna­varna og Isavia tóku starfs­fólk Reykja­víkur­flug­vallar þátt í æfingunni sem og björgunar­sveitir, starfs­fólk Land­spítalans og heil­brigðis­starfs­fólk, lög­regla, slökkvi­lið, Land­helgis­gæslan, Rauði krossinn og fleiri sem að slysa­við­búnaði koma.

Þá tóku aðrir sjálf­boða­liðar að sér að leika slasað fólk á vett­vangi og kunna að­stand­endur æfingarinnar því fólki og öðrum sjálf­boða­liðum sem tóku þátt ó­mældar þakkir fyrir fram­lag sitt.

Yfir þrjú hundruð manns tóku þátt í æfingunni.
Ljósmynd/Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson

Sam­kvæmt Karen Ósk Lárus­dóttir, verk­efna­stjóra að­gerðar­mála hjá Lands­björg, eru æfingar af þessu tagi eru haldnar á hverjum á­ætlunar­flug­velli á fjögurra ára fresti með þátt­töku allra við­bragðs­aðila á hverju land­svæði fyrir sig.

„Hóp­slys kalla á aukið við­bragð í al­manna­varna­kerfinu því slíkir at­burðir leggja meira álag á dag­legt við­bragð en kerfinu er ætlað að ráða við. Þar koma sjálf­boða­liðar sterkir inn því þeir eru sér­þjálfaðir til þess að vinna sam­hliða öðrum við­bragðs­aðilum og taka því kúfinn af því sem er um­fram við­braðgs­getu kerfisins,“ segir Karen í til­kynningu til fjöl­miðla.

Æfingin í morgun var há­punktur viku­langs æfinga­tíma­bils. Fyrir helgina bauðst full­trúum þátt­tak­enda upp á fyrir­lestra um ýmis at­riði sem tengjast slysa- og ham­fara­við­búnaði auk þess sem svo­kölluð skrif­borð­s­æfing vegna flug­slyss var haldin.

Björgunar­sveitir, starfs­fólk Land­spítalans og heil­brigðis­starfs­fólk, lög­regla, slökkvi­lið, Land­helgis­gæslan voru meðal þeirra sem tóku þátt
Ljósmynd/Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson

„Við höldum æfingar sem þessar á öllum á­ætlunar­flug­völlum á landinu og er æft á hverjum flug­velli á fjögurra ára fresti,“ segir Elva Tryggva­dóttir, verk­efnis­stjóri neyðar­við­búnaðar hjá Isavia en hún var æfinga­stjóri í morgun. „Allir aðilar sem að æfingunni komu unnu vel saman í dag. Þessi æfing bætir enn við þennan öfluga sam­taka­mátt þannig að sam­vinna allra aðila í hvers konar hóp­slysum sem kunna að koma upp verður enn betri. Eins og í öllum æfingum þá förum við vand­lega yfir það sem má mögu­lega betur fara í fram­kvæmdinni og styrkjum enn frekar það sem vel var gert hér í dag.“

Nokkrar flug­slysa­æfingar eru haldnar á hverju ári og nú í ár hefur þegar verið haldin æfing á Ísa­fjarðar­flug­velli fyrir viku og síðan verður æfing á Akur­eyrar­flug­velli 15. októ­ber næst­komandi.

„Þetta eru al­manna­varnar­æfingar og eru mikil­vægar fyrir heildar­við­búnaðar­kerfi Ís­lands,“ segir Elva. „Hvort sem um flug­slys eða önnur hóp­slys er að ræða. Fyrsta flug­slysa­æfingin var haldin á Reykja­víkur­flug­velli fyrir 20 árum síðan. Þær hafa nú verið haldnar reglu­lega um allt land síðan 1996.“

Fjölmargir sjúkraflutningabílar voru á staðnum.
Ljósmynd/Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson