Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins hand­tók lög­reglan ásamt sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra þrjá ein­stak­linga í lög­reglu­að­gerð á Suður­landi um mið­nætti í gær. Einn Íslendingur og tveir útlendingar.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er um er að ræða menn sem lög­reglan hefur leitað að síðustu daga í tengslum við manndrápið í Rauða­gerði um síðustu helgi.

Miðað við stað­setningu lög­reglu­að­gerðarinnar er lík­legt að mennirnir hafi verið fluttir á lög­reglu­stöðina á Sel­fossi í nótt.

Karlmaður á fertugsaldri var á sunnudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við sömu rannsókn.

Eins og áður hefur verið greint frá var albanskur maður á fertugsaldri skotinn til bana fyrir utan heimili sitt um helgina. Maðurinn lætur eftir sig ólétta eiginkonu sína og ungt barn. Konan, og barn hans, voru heima þegar hann var skotinn til bana fyrir utan heimili þeirra.

Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu af fréttinni var sagt að fimm einstaklingar hefðu verið handteknir. Það er ekki rétt, þrír menn voru handteknir.

Uppfært kl. 10.40: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fjölmiðlum svohljóðandi tilkynningu á ellefta tímanum í dag:

„Þrír voru handteknir í viðamiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi. Framkvæmdar voru húsleitir í umdæminu og utan þess, en við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar bæði sérsveitar ríkislögreglustjóra og annarra lögregluembætta. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“