Lög­reglan á Suður­landi segir frá því á Face­book-síðu sinni í kvöld að hún hafi í sam­starfi við Toll­stjóra fram­kvæmt mikla leit í flutninga­skipinu Myki­nes, þegar það kom til Þor­láks­hafnar. Rúm­lega tuttugu manns og sex fíkni­efna­leitar­hundar tóku þátt í leitar­að­gerðinni. Hundarnir voru fengnir frá Lög­reglunni í Vest­manna­eyjum, Litla-Hrauni og Toll­stjóra.

Nokkrir gámar skoðaðir nánar

Í færslunni segir að leitað hafi verið í skipinu sjálfu sem og í farmi sem flytja átti úr landi. Nokkrir gámar voru sagðir hafa verið teknir til frekari skoðunar, en ekki kemur fram hvort að eitt­hvað hafi fundist við leitina.

Leitin er sögð hafa tekist mjög vel og að full­víst sé að sam­starfinu verði haldið á­fram og reglu­bundið eftir­lit muni verða með flutningum til Þor­láks­hafnar.

Myki­nes er flutninga­skip í eigu Smyril Line, sem einnig gerir út Nor­rænu, og siglir viku­lega á milli Þor­láks­hafnar og Rotter­dam.