Jef­frey Ross Gun­ter, lauk sínum síðasta degi sem sendi­herra Banda­ríkjanna á Ís­landi í dag. Þetta kemur fram í til­kynningu á Face­book og Twitter síðu sendi­ráðsins.

Gun­ter hefur reynst nokkuð um­deildur tíma sinn í sendi­ráðinu. Í októ­ber síðast­liðnum sakaði hann Frétta­blaðið um fals­frétta­flutning í Face­book færslu sem birtist um miðja nótt.

Var það í kjöl­far frétta­flutnings blaðsins af CO­VID smiti starfs­manns í miðjum flutningum sendi­ráðsins á Engja­veg. Var blaða­manni blaðsins í kjöl­farið meinað að sækja hring­borðs­um­ræður í sendi­ráðinu um öryggis­mál á At­lants­hafi, einn ís­lenskra blaða­manna.

Þá greindi banda­ríska sjón­varps­stöðin CBS frá því í sumar að sendi­herrann hefði óskað eftir því að fá að fá að bera byssu á Ís­landi. Hann hefði auk þess óskað eftir aukinni öryggis­gæslu, þrátt fyrir að honum hefði í­trekað verið gert grein fyrir því af utan­ríkis­ráðu­neyti Banda­ríkjanna að hann væri ekki í neinni hættu í landinu.

Þá tísti sendi­herrann jafn­framt um sam­eigin­lega bar­áttu Ís­lands og Banda­ríkjanna gegn „ó­sýni­legu Kína­veirunni“ í júlí. Söfnuðu Banda­ríkja­menn bú­settir á Ís­landi í kjöl­farið undir­skriftum og hvöttu ís­lensk stjórn­völd til að vísa sendi­herranum úr landi.

Í síðasta á­varpi sínu segir Gun­ter að sam­starf landanna tveggja sé gott. Hann þakkar Donald Trump, fyrr­verandi for­seta Banda­ríkjanna auk þess fyrir tæki­færið. Gun­ter hafði fram til þessa verið reynslu­laus sem erind­reki en var ötull stuðnings­maður Trump og hafði áður starfað sem húð­sjúk­dóma­læknir í Kali­forníu.