Á þriðja tug kvenna hafa sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini sem tók breytingum um síðustu áramót.

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis segir að á þriðja tug kvartana hafi borist frá konum sem sumar greini frá því að hafa beðið lengi eftir niðurstöðu skimunar og óttast um heilsu sína og velferð.

Skýrslan

Skúli segir að fylgst verði áfram með málinu. Síðast í liðinni viku var birt skýrsla heilbrigðisráðherra um undirbúning yfirfærslunnar á skimunum og greiningum frá Krabbameinsfélaginu til ríkisins. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd um helgina, af Gunnari Bjarna Ragnarssyni krabbameinslækni og varaformanni Læknaráðs Landspítala í frétt RÚV, en einnig af framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, Höllu Þorvaldsdóttur.

Skúli segir að umboðsmaður geti tekið málið upp að eigin frumkvæði telji hann ástæðu til, hins vegar sé ekki sá tímapunktur þegar Alþingi hafi málið til skoðunar.

Það sem snýr að að öðru leyti umboðsmanni, segir Skúli er hvort mögulega hafi verið brotið gegn réttindum sjúklinga í málum þeirra sem leitað hafa til mín. Þá verði áður hafa reynt á öll möguleg málskotsúrræði, t.d. til Landlæknis, áður en umboðsmaður taki slíkt mál til efnislegrar skoðunar.

Ábending kvensjúkdóma- fæðingalækna

Ábending hefur einnig borist embættinu frá Félagi kvensjúkdóma- og fæðingalækna. Félagið hefur frá upphafi málsins varað við því að undirbúningur nýs skimunarkerfis væri ekki nægur og lýst áhyggjum sínum í bréfum til ráðuneytis og Landlæknis af öryggi í meðhöndlun sýna og af skimunarkefinu.