Skúli Magnús­son, um­­­boðs­­maður Al­þingis, hefur krafið Willum Þór Þórs­­son heil­brigðis­ráð­herra svara um hvort til hafi staðið að gera greinar­mun á því hvernig staðið er að sótt­kví ein­stak­linga eftir því hvaða bólu­efni þeir fengu gegn Co­vid-19. Þetta kemur fram í bréfi sem um­­­boðs­­maður sendi ráð­herra.

Þar er einnig spurt hvaða gögn eða aðrar upp­lýsingar hafi legið að baki mati heil­brigðis­ráðu­neytisins.

„Sam­­kvæmt orða­lagi reglu­­gerðar sem sett var 7. janú­ar virðast þeir sem upp­­haf­­lega voru bólu­­sett­ir með Jans­sen, sem fer fram með ein­um skammti bólu­efn­is í stað tveggja, og þegið hafa einn örvun­ar­­skammt, þó ekki falla und­ir rýmk­un á regl­um um sótt­kví. Með grunn­regl­ur ís­­lensks rétt­ar um jafn­ræði og meðal­­hóf í huga og þær kröf­ur sem gera verður á þeim grund­velli til setn­ing­ar stjórn­valds­­fyr­ir­­mæla með heim­ild í sótt­varna­lögum, hef­ur um­boðs­maður óskað eft­ir of­an­­greind­um upp­­­lýs­ing­um fyr­ir 19. janú­ar nk. Í kjöl­farið verður tek­in á­kvörðun um hvort til­­efni sé til að taka málið til nán­ari at­hug­un­ar,“ seg­ir um­boðs­maður Al­þing­is í bréfinu.

Lesa má bréfið í heild sinni hér.