Um­boðs­maður Al­þingis mun ekki skoða sölu ríkisins á eignar­hlutum sínum í Ís­lands­banka að svo stöddu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá um­boðs­manni.

„Um­boðs­manni hafa undan­farið borist erindi er lúta að sölu á eignar­hlutum ríkisins í Ís­lands­banka hf. Að svo stöddu telur um­boðs­maður ekki skil­yrði til að em­bættið fjalli efnis­lega um þessar kvartanir eða taka mál­efni tengd sölunni upp að eigin frum­kvæði,“ segir á heima­síðu um­boðs­manns Al­þingis.

„Helgast sú af­staða meðal annars af því að Ríkis­endur­skoðun hefur fallist á beiðni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að gera út­tekt á út­boðinu. Þá hefur fjár­mála­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands hafið rann­sókn á til­greindum þáttum sölunnar,“ segir þar enn fremur.

Þá bendir um­boðs­maður á að Al­þingi kunni sjálft að hlutast til um rann­sókn málsins með skipun sér­stakrar rann­sóknar­nefndar þegar út­tekt Ríkis­endur­skoðunar liggur fyrir.