Um­boðs­maður Al­þingis hefur óskað eftir upp­lýsingum frá kæru­nefnd út­lendinga­mála og ríkis­lög­reglu­stjóra vegna brott­vísunar um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd sem kom til fram­kvæmda í síðustu viku. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu á heima­síðu um­boðs­manns Al­þingis.

„Af hálfu em­bættis ríkis­lög­reglu­stjóra hefur komið fram að nauð­syn­legt sé að fara yfir verk­lag lög­reglunnar þegar fatlaður maður var, við fram­kvæmd brott­vísunar, tekinn úr hjóla­stól og fluttur í lög­reglu­bíl sem ekki var sér­út­búinn með til­liti til þarfa hans,“ segir í til­kynningunni.

Með til­liti til þess, sem og þess eftir­lits­hlut­verks um­boðs­manns með að­búnaði frelsis­sviptra, ef farið þess á leit að ríkis­lög­reglu­stjóri upp­lýsi um hvort og þá til hvaða ráð­stafana hafi verið gripið af þessu til­efni.

Þá er kæru­nefnd út­lendinga­mála spurð um nokkur at­riði vegna sam­skipta við tals­mann um­sækjanda um al­þjóð­lega vernd en um­sækjandinn var fluttur úr landi á grund­velli úr­lausnar nefndarinnar um brott­vísun.

„Til­efnið er frétt þar sem tals­maðurinn kvaðst hafa verið staddur er­lendis þegar honum hafi verið send úr­lausn nefndarinnar í málinu. Hann hafi ekki getað nálgast skjalið þegar í stað því raf­ræn skil­ríki hafi ekki virkað þar sem hann hafi verið staddur. Þegar hann hafi getað kynnt sér niður­stöðuna hafi frestur til að óska eftir frestun réttar­á­hrifa á­kvörðunar nefndarinnar um brott­vísun verið út­runnin,“ segir í til­kynningunni. Þar vísar umboðsmaður til fréttar Frétta­blaðsins frá 4. nóvember síðastliðnum.

Í ljósi þessa óski um­boðs­maður Al­þingis eftir upp­lýsingum frá nefndinni, þá meðal annars um hvernig fram­kvæmd, sem snerti um­boð til tals­manna og birtingu úr­lausna, sé al­mennt háttað og hvort nefndin kannist við vanda­málið sem lýst sé í fyrr­nefndri frétt.

Þá er nefndin beðin um af­stöðu til þess hvernig reglu­gerða­heimild til raf­rænnar birtingar úr­lausna hennar horfi við, ef tals­maður greini frá því að tækni­legir örðug­leikar komi í veg fyrir að hann geti nálgast skjöl þar að lútandi með raf­rænum hætti.

Óskað er eftir að um­beðnar upp­lýsingar berist um­boðs­manni Al­þingis í síðasta lagi þann 29. nóvember næst­komandi.