Lög­reglan á Suður­landi hald­lagði nú fyrir skömmu u.þ.b. 2 grömm af kanna­bis­efnum hjá manni bú­settum á Suður­landi.

Á­kveðið var að rann­saka málið frekar þar sem vís­bendingar þóttu um að við­komandi væri í dreifingu efna. Í því sam­bandi var farið í fjár­mála­greiningu hjá við­komandi og nú liggur fyrir að á um það bil tveimur árum hafa um 20 milljónir króna farið í gegn um reikninga honum tengda fyrir utan laun og aðrar út­skýrðar greiðslur, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.

„Maðurinn hefur, við yfir­heyrslur hjá lög­reglu, kannast við brot sitt og dreifingu fíkni­efna og segir það skýrast af fjár­mögnun hans á eigin neyslu. Málið er enn til rann­sóknar en verður, að henni lokinni sent á­kæru­valdi til á­kvörðunar um sak­sókn,“ segir í til­kynningu frá lög­reglunnar.