Um þrjá­tíu manns létu lífið þegar her Tyrk­lands varpaði tugum sprengja yfir sjálf­stjórnar­hé­röð Kúrda í Sýr­landi í morgun.

Meðal þeirra sem eru látnir eru ellefu al­mennir borgarar, tólf sýr­lenskir her­menn og einn blaða­maður.

Talið er að á­rásir Tyrkja séu hefnd fyrir sprenginguna sem var gerð í Istanbúl síðustu helgi, en sex manns létust og 81 særðust þá.

Á­rásir Tyrkja beindust að borgum þar sem Lýð­ræðis­sveitir landsins hafa yfir­ráð, en þær hafa gefið frá sér til­kynningu um að á­rásum Tyrkja verði svarað.