-Sykursýki er sjúkdómur sem auðkennist af hækkun á blóðsykurgildi líkamans en orsök blóðsykurhækkunarinnar er vandamál með hormónið insúlín.

-Hækkun á blóðsykri veldur beint ýmsum bráðum einkennum eins og þorsta, auknum þvaglátum, sjónlagsbreytingum, þreytu og sleni. Með tímanum geta komið upp önnur vandamál og er þar fyrst og fremst um að ræða æðasjúkdóma.

-Á heimsvísu hefur einstaklingum með sykursýki fjölgað úr um 333 milljónum árið 2005 í um 435 milljónir árið 2015 sem er aukning um rétt rúm 30%.

-Í Evrópu er talið að um 9–10% fullorðinna hafi sykursýki.

-Um 90–95% sykursýkitilfella eru sykursýki 2.

-Sykursýki virðist aukast árlega um 3% hjá körlum og 2% hjá konum á Íslandi.

-Kostnaðurinn vegna fylgikvilla sykursýki er almennt talinn vaxandi og var nýlega metinn í Bandaríkjunum meiri en kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna fimm dýrustu krabbameinanna.

-Kostnaðurinn vegna sykursýkilyfa virðist hafa aukist um 64% á árunum 2003–2014 á Íslandi. Af lyfjaflokkum við einstökum sjúkdómum eru lyf við sykursýki í öðru sæti lyfjakostnaðar Sjúkratrygginga Íslands árin 2012–2016.

Heimild: Skýrsla starfshóps Velferðarráðuneytisins um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki á Íslandi.