Lög­reglan á höfðu­borgar­svæðinu greinir frá því á Face­book að um hundrað öku­menn hafa verið sektaðir fyrir að keyra um á nagla­dekkjum síðan 18. maí.

Sektin fyrir að keyra um á nagla­dekkjum nemur 20 þúsund krónum á hvert dekk.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir lög­reglan að það sé á­stæða til að minna á þetta, þar sem þriðjungur þeirra sem hafa verið sektaðir voru stöðvaðir í júní.

Stöðuuppfærsla lögreglunnar.
Fréttablaðið/Skjáskot