Ó­vissu­stigi vegna snjó­flóða­hættu hefur verið lýst yfir á Aust­fjörðum. Um eins kíló­metra breitt fleka­flóð féll í Hólm­gerðar­fjalli innan við Odds­skarð í dag þegar sól tók að skína á hlíðarnar.

„Þetta var ansi stórt. Þetta var um kíló­metri á breidd, það var fyrst talið þetta væri einn og hálfur kíló­metri að breidd þ.e. brot­stálið,“ segir Ó­liver Hilmars­son, ofan­flóða­sér­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands. Snjóflóðið féll um hálf þrjú í dag.

„Það fer þarna úr allri hlíðinni í Hólm­gerðar­fjalli sem er þarna fyrir ofan Odd­skarðs­veg sem fer upp í skíða­svæðið. Það fer megnið af þeirri hlíð allri. Það tekur þarna tvo skúra með sér sem voru á skots­svæði þarna,“ segir Ólí­ver.

Engar manna­ferðir voru á svæðinu og skíða­svæðið var lokað.

„Þetta fellur bara því að sólin skín á hlíðinni. Það er ekkert að veðrinu þarna,“ segir Ólí­ver.

Annað stórt flóð sást í morgun í Harð­skafa og fleiri flóð hafa fallið á Aust­fjörðum síðasta sólar­hring. Mikill nýr snjór hefur bæst við síðustu daga í norð­lægum áttum og er snjórinn greini­lega mjög ó­stöðugur

Búið að er að setja ó­vissu­stig fyrir alla Aust­firði. Veður hefur gengið mikið niður og ekki er búist við mikilli snjó­söfnun til við­bótar en gert er ráð fyrir dimmum éljum fram eftir kvöldi. Í nótt og á morgun, þriðju­dag, er spáð úr­komu­litlu veðri. Vegna þess hve snjórinn er ó­stöðugur eru enn þá líkur á að stór flóð geti fallið. Ekki er talin snjó­flóða­hætta í byggð eins og er en fylgst er með að­stæðum.