Árið 2020 voru færri nauðganir til­kynntar til lög­reglu en árin á undan en kyn­ferðis­brotum gegn börnum fjölgaði. Fjöldi til­kynntra nauðgana fyrstu tíu mánuði ársins 2021 er svipaður og yfir sama tíma 2019. Frá þessu er greint í til­kynningu frá ríkis­lög­reglu­stjóra en í dag hefst 16 daga átak gegn kyn­bundnu of­beldi.

„Við viljum sam­fé­lag án kyn­bundins of­beldis og kyn­ferðis­brota. Þetta er sú fram­tíð sem við viljum sjá og verðum að vinna að með mark­vissum hætti með fræðslu og for­vörnum. Þangað til verður lög­reglan að gera allt sem í okkar valdi stendur til að veita þol­endum sem allra besta vernd, rann­saka kyn­ferðis­brot til hlítar og fæla fram­tíðar­brota­menn frá því að beita of­beldi,“ segir Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, ríkis­lög­reglu­stjóri, í til­kynningunni.

Fram kemur í saman­tektinni sem fylgir til­kynningunni að þegar litið er til kyn­ferðis­brota sem til­kynnt eru lög­reglu má sjá að fjöldi þeirra hefur ár­lega verið á bilinu 500 til 600 talsins frá 2016, en fjöldi kyn­ferðis­brota­mála á borð lög­reglunnar í fyrra, þegar Co­vid-19 var í há­marki, var sex prósent lægri en þrjú ár á undan.

Nauðgunum fækkaði að meðal­tali úr 235 brotum í 161 brot, sem nemur um 31 prósenta fækkun. Hins vegar fjölgaði til­kynningum vegna kyn­ferðis­brota gegn börnum en þau voru 134 talsins árið 2020 en að meðal­tali 98 á ári þrjú árin þar á undan, sem er 36 prósent fjölgun.

Þá kemur fram í til­kynningunni að brot gegn kyn­ferðis­legri frið­helgi (staf­ræn brot) voru 43 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs til að ná yfir staf­ræn kyn­ferðis­brot sem fela meðal annars í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu mynd­efnis.

Fjöldi kynferðisbrota samkvæmt málaskrá lögreglunnar 2010 til 2021.
Mynd/Ríkislögreglustjóri

560 kynferðisbrot á árinu

Fjöldi til­kynntra kyn­ferðis­brota til lög­reglu er um 560 brot það sem af er ári en voru að meðal­tali um 480 yfir sama tíma­bil síðustu þrjú ár á undan. Það er 16 prósent fjölgun.

Lög­reglu hefur borist 184 til­kynningar vegna nauðgana en þær voru 143 yfir sama tíma­bil í fyrra. Að meðal­tali er því til­kynnt um 18 nauðganir á mánuði, frá janúar til októ­ber en í fyrra, árið 2020, var sam­bæri­legur fjöldi um 14 nauðganir á mánuði frá janúar til októ­ber.

Fjöldi til­kynntra nauðgana er því svipaður og árið 2019, en færri til­vik en árið 2018 þegar þær voru ó­venju margar eða 230.

Aug­ljóst er að til­kynntum nauðgunum fer al­mennt fjölgandi sam­kvæmt gögnum lög­reglu. Þær hafa verið yfir 180 á fyrstu 10 mánuðum ársins frá 2017, að undan­skildu árinu 2020 þegar þær voru færri.

„Við höfnum því að of­beldi sé hluti af sam­fé­lagi okkar og munum halda á­fram að vinna að því að bæta þjónustu lög­reglunnar og að­gengi fyrir þá sem þurfa á að­stoð að halda. Það er skýrt mark­mið hjá lög­reglunni að leita allra leiða til að þeir sem verði fyrir kyn­ferðis­broti geti leitað réttar síns með því að til­kynna brotið til lög­reglu. Vegna þessa má búast við því að til­kynntum brotum muni halda á­fram að fjölga. Í þessu sam­bandi vil ég sér­stak­lega benda á vef­gátt 112 um of­beldi fyrir þol­endur, að­stand­endur og ger­endur með upp­lýsingum gegn of­beldi,“ segir Rann­veig Þóris­dóttir, sviðs­stjóri þjónustu­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra:

Kyn grunaðra í kynferðisbrotum.
Mynd/Ríkislögreglustjóri

Fleiri brot gegn börnum

Til­kynnt kyn­ferðis­brota gegn börnum voru 119, eða 25 prósent fleiri en síðustu 3 ár á undan. Þegar litið er aftur til 2010 voru brotin þó fleiri árin 2013 og 2014, þegar þau voru ó­venju mörg.

Þá kemur fram að aldrei hafi fleiri til­kynningar vegna barna­níðs­efnis borist en fyrstu tíu mánuði ársins bárust lög­reglunni 34 til­kynningar en um er að ræða bæði myndir og mynd­skeið.

Brotaþolar kynferðisbrota eftir aldri þeirra.
Mynd/Ríkislögreglustjóri

Grunaðir og brota­þolar

Karlar eru í meiri­hluta þeirra sem grunaðir eru um kyn­ferðis­brot og eru flestir brota­þolar konur. Það sem af er ári 2021 voru karlar grunaðir í 94 prósent mála og konur í sex prósent mála. Það sem af er ári 2021 voru karlar brota­þolar í 16 prósent mála og konur í 84 prósent mála sem komu á borð lög­reglu. Ef ein­göngu er litið til nauðgana er hlut­fallið 7 prósent karlar og 93 prósent konur meðal brota­þola.

Meðal­aldur grunaðra í kyn­ferðis­brotum er hærri en brota­þola yfir tíma­bilið 2015 til 2021, og var tæp­lega 34 ár hjá körlum. Meðal­aldur brota­þola í kyn­ferðis­brotum er rétt tæp 22 ár hjá konum og tæp­lega 23 ár hjá körlum.

Fram kemur í til­kynningunni að fjölgun eða fækkun skráðra kyn­ferðis­brota getur farið eftir ýmsum þáttum og að sam­fé­lags­um­ræða, eins og sú sem fylgir #met­oo, geti orðið til þess að til­kynningum fjölgar.

Þá segir að einnig séu dæmi fyrir því að berist til lög­reglu vegna eins manns, sem brotið hefur gegn mörgum yfir langan tíma og teljast þá brotin til þess árs sem brotið er til­kynnt og skráð í mála­skrá lög­reglu.