Allt að 90 prósent hjól­reiða­fólks notar hjálm sam­kvæmt könnun VÍS á notkun hjálma í tengslum við Hjólað í vinnuna sem fer fram hvert ár. Í til­kynningu frá VÍS kemur fram að síðustu fimm ár hafi hlut­fall þeirra sem nota hjálm verði á bilinu 88 prósent til 92 prósent.

Alls tóku 725 þátt í könnuninni í ár sem er tals­verð fjölgun frá því í fyrra þegar 407 tóku þátt. Segir að það sé í sam­ræmi við fjölgun þátt­tak­enda á milli ára í Hjólað í vinnuna. VÍS skráði einnig sýni­­leika­fatnað og kemur fram að um þriðjungur hjól­reiða­fólks klæðist slíkum fatnaði.

Segir í til­kynningu VÍSað þrátt fyrir að höfuð­högg séu ekki al­gengustu á­verkar lendi hjól­reiða­fólk í slysi segir að það megi sjá í er­lendum rann­sóknum að í al­var­legustu slysunum verða höfuð­högg og að notkun hjálma geti minnkað líkur á þeim um allt að 79 prósent. En til að svo megi vera verður hjálm­ur­inn að vera í lagi, af réttri stærð og rétt stillt­ur.

Al­­mennt er líf­­tími hjálma fimm ár frá fram­­leiðslu­­degi og þrjú ár frá sölu­­degi og verður hann að sitja beint ofan á höfði, eyr­un að vera í miðju V-formi band­anna og ein­ung­is einn til tveir fing­ur eiga að kom­ast und­ir höku­bandið.