Víða í Reykj­a­vík hef­ur kom­ið upp mygl­a eða rak­a­skemmd­ir á leik­skól­um í vet­ur og í kjöl­far­ið hef­ur þurft að leggj­ast í fram­kvæmd­ir. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykj­a­vík er alls um að ræða sjö leik­skól­a þar sem mygla eða rakaskemmdir hafa greinst í vetur. Í kjölfarið hafa tap­ast um 88 pláss vegn­a þess.

Þetta kemur fram í svari Skóla- og frístundasviðs til Fréttablaðsins en spurt var um ýmislegt sem tengist innritun og leikskóla í borginni. Í svarinu kemur enn fremur fram að þeg­ar fram­kvæmd­um lýk­ur verð­a plássin víða fleir­i.

Eins og til dæm­is á Kvist­a­borg þar sem þeim hef­ur fækk­að um 20 vegna framkvæmda en plássin verð­a 40 til 50 þeg­ar þeim lýk­ur. Það sama er að segj­a um leik­skól­ann Laug­a­sól þar sem börn­um mun fækk­a um 20 í haust en verð­a 45 til 60 fleir­i þeg­ar fram­kvæmd­um lýk­ur.

Aðrir leik­skól­ar sem um ræð­ir eru Vest­ur­borg við Hag­a­mel þar sem hafa þeg­ar tap­ast 18 pláss, Sunn­u­ás við Dyngj­u­veg þar sem börn­um fækk­ar tím­a­bund­ið um 30 í haust. Á Ægisborg kom líka upp mygla og voru börn flutt tímabundið en plássum fækkaði ekki en það sama gildir um leikskólana Vin­a­gerð­i og Garð­a­borg­ þar sem um er að ræða tím­a­bund­inn flutn­ing vegn­a við­halds.

Innrita 14 mánaða

Hvað varðar innritun í leikskóla fyrir næsta haust kemur fram að í vikunni hafi um 1.500 börn í Reykj­a­vík verið búin að fá boð um vist­un á leik­skól­a frá því að inn­rit­un þeirr­a hófst þann 15. mars síð­ast­lið­inn. Eins og fyrr­i ár má gera ráð fyr­ir því að að­lög­un flestr­a þeirr­a fari fram í fyrst­a lagi í lok ág­úst þeg­ar losn­ar um á leik­skól­un­um þeg­ar elst­u börn­in fara í grunn­skól­a.

Í svarinu kem­ur einn­ig fram að sem stendur sé ver­ið að vinn­a með um­sókn­ir barn­a sem fædd eru í apr­íl 2021 eða fyrr, og eru því 14 mán­að­a og eldri. Þá kemur einnig fram að þau börn sem eru 12 mán­að­a, eða verð­a 12 mán­að­a í haust, og eru búin að fá boð eru með sam­þykkt­an for­gang að leik­skól­a.

Stríð og heimsfaraldur hafa áhrif

Í við­tal­i við Helg­a Gríms­son, svið­stjór­a sviðs­ins við mbl.is fyr­ir um viku síð­an kom fram að það ætti að reyn­a að koma sem flest­um börn­um að fyr­ir næst­a haust. Spurð hvað verð­i gert ef að það tekst ekki og hvort eitt­hvað verð­i gert fyr­ir þá for­eldr­a barn­a sem eiga 12 mán­að­a börn og gerð­u ráð fyr­ir því að koma börn­un­um á leik­skól­a seg­ir að það verð­i unn­ið eins langt nið­ur og hægt er fyr­ir haust­ið.

En einn­ig er vís­að til þess að sam­kvæmt regl­um Reykj­a­vík­ur­borg­ar um leik­skól­a­þjón­ust­u er mið­að við að börn sem orð­in eru 18 mán­að­a 1. sept­em­ber ár hvert fái boð um leik­skól­a­dvöl það sama haust.

„Í leik­skól­um þar sem starf­rækt­ar eru skil­greind­ar ung­barn­a­deild­ir er heim­ilt að inn­rit­a yngr­i börn. Heim­ild­in er háð við­mið­um skól­a- og frí­stund­a­sviðs á hverj­um tíma og ræðst af því sem pláss og fjár­magn leyf­ir. Reykj­a­vík­ur­borg hef­ur ver­ið í á­tak­i til að fjölg­a leik­skól­a­pláss­um um alla borg með það að mark­mið­i að brúa bil­ið mill­i fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skól­a­dval­ar. Stað­an á bygg­ing­a­mark­að­i, stríð, heims­far­ald­ur og meir­i fólks­fjölg­un en bú­ist var við hafa hægt á upp­bygg­ing­u og fjölg­un pláss­a. Því til við­bót­ar liggj­a ekki fyr­ir inn­rit­un­ar­töl­ur frá sjálf­stætt starf­and­i leik­skól­um.“