Um 70°C heitt vatn streymir nú úr hita­veitu­holu við golf­völlinn í Grafar­vogi og út i sjó. Um er að ræða holu sem hefur ekki verið virkjuð en sam­kvæmt til­kynningu frá Veitum hóf að leka úr holunni í dag.

Or­sök lekans er talin vera fram­kvæmdir Veitna í Geldinga­nesi þar sem verið er að örva bor­holu með því að dæla vatni undir þrýstingi í hana.

Búið er að girða af svæðið í kringum holuna og merkja en búast má við að vatn komi úr henni á meðan á fram­kvæmdum stendur í Geldinga­nesi, eða næstu tvær vikur.

Í­búar Grafar­vogs, og aðrir veg­far­endur, eru beðnir að fara var­lega séu þeir á ferð. Holan er stað­sett við enda göngu­stígs.