For­maður út­hlutunar­nefndar Jöfnunar­sjóðs gerir ráð fyrir því að minnst 30 kirkju­söfnuðir í landinu geti talist ó­gjald­færir vegna skertra sóknar­gjalda og að það mætti segja að þeir séu gjald­þrota. Það kom fram á vef Kjarnans í gær og í Morgun­blaðinu í dag en þar er vísað til um­sagnar frá Kirkju­þingi þjóð­kirkjunnar við fjár­laga­frum­varp næsta árs.

Þar eru gerðar at­huga­semdir við að gert sé ráð fyrir fimm prósenta lækkun sóknar­gjalda í fjár­laga­frum­varpi næsta árs og að krónu­tala verði því lægri á sama tíma og verð­bólga er tíu prósent.

„Til­finningin er sú að miklu fleiri söfnuðir séu í fjár­hags­vanda en að ein­hverju leyti sé vandanum ýtt á undan með því að draga úr þjónustu og starfi og fresta við­haldi fast­eigna. Jöfnunar­sjóður hefur í á­kveðnum til­vikum haldið safnaðar­starfi á lífi með ár­legum styrkjum en það er ekki hlut­verk sjóðsins til lengri tíma litið,“ segir enn fremur í um­sögninni sem hægt er að lesa hér.