Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður fer af stað á Suðurnesjum í haust en talið er að um 30 manns þar noti vímuefni í æð.

Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að um mikið fagnaðarefni væri að ræða.

„Þetta er þannig verkefni að þetta er skaðaminnkandi og hefur hjálpað þeim sem hafa leiðst út í neyslu, og því mikilvægt að þetta sér til staðar,“ sagði Hannes.

Þarfagreining Rauða krossins á Suðurnesjum hefur leitt í ljós að hópurinn sem notar vímuefni í æð á svæðinu er að yngjast.