Óskar Reyk­dals­son, fram­kvæmda­stjóri lækninga hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að um 25% aukning hafi orðið í starfi heilsu­gæslunnar vegna CO­VID-19 far­aldsins. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra og land­læknis í dag en Óskar var gestur á fundinum.

„Við sem erum að vinna í heilsu­gæslunni, sem er fyrsti við­komu­staðurinn í heil­brigðis­kerfinu höfum auð­vitað tekið á móti fleiri sam­skiptum heldur en áður. Það er um 25% aukning í starfinu hjá okkur. Þannig það reynir svo­lítið á skipu­lag og allt er þetta gert til þess að vernda okkar starfs­fólk og til þess hægt sé að sinna sjúk­lingum okkar sem best,“ sagði Óskar á fundinum.

Sam­starf hefur verið á milli Lækna­vaktarinnar, Land­spítalans og Heilsu­gæslunnar undan­farna daga að sögn Óskars til að skipuleggja vinnuna. „Það er alveg skýrt verk­lag núna innan höfuð­borgar­svæðisins um hver gerir hvað eins og að Lands­spítalinn sér um alla sem eru með stað­fest CO­VID en heilsu­gæslan um aðra,“ sagði Óskar.

Á næstu dögum er stefnt að því að sérstakur bíll geti farið heim til þeirra sem eru með stað­festan sjúk­dóm. Sem fyrr segir mun heilsu­gæslan sjá síðan um alla aðra. „Það getur verið ýmis­legt þeir sem eru í sótt­kví og eru að veikjast og eru með ó­stað­festan sjúk­dóm. Þeir sem eru í sótt­kví og lenda í öðrum á­föllum og öll önnur veikindi.“

Mikilvægt að fólk hringi áður en það mætir á Heilsugæsluna

Heilsu­gæslunni hefur nú verið skipt upp til að reyna að vernda bæði starfs­fólk heilsu­gæslunnar og þá sem til hennar leita. „Við reynum að stýra flæðinu sem best þannig að þeir sem eru með sýkingar mæti á á­kveðnum tíma dagsins,“ sagði Óskar. Allir þeir sjúklingar sem þarf að vernda mæta þá á öðrum tímum og á aðra staði. Til þess að þetta gangi upp er mikil­vægt að fólk hringi í heilsu­gæsluna áður en það mætir svo hægt sé að halda starf­seminni á­fram.

Þakkar fólki fyrir að sýna biðlund

Óskar sagði að fólkið sem hefur leitað til heilsu­gæslunnar hefur sýnt góðan stuðning og skilning á þeirri röskun sem hefur orðið á starfinu.

„Þrátt fyrir að kerfin eiga erfitt með að ráða við þetta álag sem hefur orðið, síma­á­lagið, raf­rænu sam­skiptin, þá hefur fólk sýnt bið­lund og erum við þakk­lát fyrir það,“ sagði Óskar.

„Vegna á­lagsins gengur stundum lengur að vinna verkin. Við erum stundum að skipu­leggja vinnuna þannig til að nýta að­stöðuna betur hefur heil­brigðis­starfs­fólk verið að vinna langt fram eftir kvöldi,“ sagði Óskar og benti á að þess vegna gæti fólk átt von á því að fá lyfja­endur­nýjun seint um kvöld. Sál­fræðingar á heilsu­gæslunni hafa líka breytt skipu­lagi sínu og eru að sinna þeim sem eru með CO­VID-kvíða.


Biður atvinnurekendur að treysta sínu starfsfólki

Þá er unnið að því að þeir sem þurfa vott­orð geta sótt það inn á netinu. Fólk sem er í sótt­kví getur sótt um vott­orð fyrir slíku inn á netinu. Tölu­vert álag hefur verið um beiðnir fyrir vott­orðum, segir Óskar. Hann bað at­vinnu­rek­endur um að treysta sínu starfs­fólki og bað starfs­fólk um að ekki vera sækja um vott­orð fyrir einn til tvo daga. „Reynum að forðast svona skrif­finnsku,“ sagði Óskar og bætti við að læknar væru betur nýttir í að sinna sjúk­lingum á þessum tíma.