Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er skip­verjinn sem féll fyrir borð í Vopna­firði í gær, með­limur í 15 manna á­höfn á skipinu Er­ling KE- 140. Skipið er í eigu Salt­ver ehf. en Brim hf. er með skipið í leigu og er skráður út­gerðar­aðili þess.

Allt að 170 manns taka þátt í leit að skip­verjanum í Vopna­firði í dag. Eftir­lits­flug­vél Land­helgis­gæslunnar, TF-SIF, fór til Vopna­fjarðar klukkan tíu í morgun og mun fljúga yfir fjörðinn til að að­stoða við leitina. Jón Sigurðs­son, for­maður björgunar­sveitarinnar Vopni, sem stýrir leitinni segir í sam­tali við Frétta­blaðið að gengið sé út frá því að skip­verjinn hafi fallið fyrir borð. „Við erum að fara í fjöru, við erum að leita með skipum og bátum. Það er allt á fullu,“ segir Jón.

Skipið Erling KE- 140 var að veiða grá­lúðu en sam­kvæmt upp­lýsingum frá Marine Traffic átti það að fara frá Vopnafirði til Sauð­ár­króks. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Fiski­stofu er heima­höfn skipsins í Kefla­vík.

Allir fullfærir einstaklingar kallaðir út

Sara Elísa­bet Svans­dóttir, sveitar­stjóri á Vopna­firði, segir að allir fullfærir ein­staklingar í bænum hafi verið kallaðir út til að hjálpa við leitina í gær. „Við fórum öll út í gær. Það eru fé­laga­sam­tök hérna og slysa­varna­deildin Sjöfn kallaði okkur út,“ segir Sara.

„Það er búið að setja upp matar­að­stöðu í fé­lags­heimilinu. Það fóru allir að hjálpa til og við vorum að labba fjörurnar í gær. Það er öllum brugðið yfir þessu,“ segir Sara.