Yfir 6.100 ein­kennis­klæddir lög­reglu­menn í New York borg eru frá starfi vegna veikinda um þessar mundir. Það er um 17% af öllum ein­kennis­klæddum lög­reglu­mönnum borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt CNN. Sam­kvæmt heimildar­manni CNN hjá lög­reglunni í New York eru 1,400 lög­reglu­menn smitaðir af kórónu­veirunni.

Þetta hefur verið mjög erfiður tími fyrir alla New York borg. Skila­boðin sem ég vill senda til allra íbúa borgarinnar er að við erum í þessu saman,“ segir Der­mot Shea lög­reglu­stjóri New York í sam­tali við CNN. Hann segir em­bætti lög­reglunnar vera að reyna púsla þessu saman með þann starfs­manna­fjölda sem er í boði. „Við getum tekist á við fjöl­mörg verk­efni. Við erum enn að berjast við glæpi,“ segir Shea.

Hann bætir við eins og staðan er núna gengur dæmið alveg upp en það gæti hins vegar gerst að þeir sem hafa getu til verði beðnir um að að­stoða lög­regluna. Á næstu vikum er talið lík­legt að em­bætti ríkis­lög­reglu­stjórans í New York ríki muni að­stoða lög­regluna í New York borg á meðan á starfs­manna­skortinum stendur.