Innlent

Úlfar Eysteinsson er látinn

Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari löngum kenndur við veitingastað sinn Þrír frakkar lést í gær. Hann fæddist 23. ágúst 1947 og var 71 árs þegar hann lést.

Úlfar Eysteinsson var goðsögn í matreiðsluheiminum enda með líflegustu kokkum landsins til áratuga. Fréttablaðið/GVA

Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari löngum kenndur við veitingastað sinn Þrír frakkar lést í gær. Hann fæddist 23. ágúst 1947 og var 71 árs þegar hann lést.

Úlfar stofnaði Þrjá frakka við Baldursgötu 1. mars 1989 og fjölskylda hans hefur rekið staðinn allar götur síðan og Stefán, sonur hans, tók við rekstri staðarins fyrir ári síðan.

Úlfar sérhæfði sig alla tíð í fiskréttum og lék við hvurn sinn fingur þegar hann átti við sjávarfang og var í fremstu röð matreiðslumanna þegar hvalkjöt var annars vegar.

Í maí 2015 tók Helgarblað DV viðtal við Úlfar en þá beið hann eftir að komast í hjartaþræðingu. Hann var þá spurður hvort hann íhugaði að setjast í helgan stein þar sem veikindi hefðu gert vart við sig.

„Ertu vitlaus? Nei, það gerir maður ekki. Staðurinn er persónukenndur og rekinn af fjölskyldunni,“ svaraði hann. „Stefán, sonur minn, er yfirkokkur og það er alltaf not fyrir mann að segja sögur, eða að veraá vappinu og tala við fólk.“

Þarna lýsti Úlfar sjálfum sér ágætlega, enda frábær sögumaður og gleðigjafi sem setti sterkan svip á menningarlíf Reykjavíkur í áratugi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vekja at­hygli á því sem gerist bak við luktar dyr slátur­húsa

Innlent

Leggjum á­herslu á hafið, lofts­lags­mál og vist­vænar orku­lausnir

Innlent

Brenndi rusl úr rúmdýnum í Varmadal

Auglýsing

Nýjast

Þúsundir flótta­manna við landa­mæri Mexíkó

Rússar vara Trump við afleiðingunum

Segir Hildi hafa verið kallaða „nettröll“ og „femínistatussu“

Krap á Holtavörðuheiði og hálka fyrir norðan

Hráki leiddi til átaka sem kostuðu 55 lífið

Rúðan í vél Icelandair var krosssprungin

Auglýsing