„Þetta er harm­leikur tveggja landa. Það mun taka ára­tugi að jafna sig á þessu,“ segir Andrei Mens­henin, skipu­leggjandi mót­mælanna Russians against the war, sem fara fram klukkan tvö á morgun, laugar­dag, fyrir utan rúss­neska sendi­ráðið í Reykja­vík.Búist er við fjöl­menni á mót­mælunum. Maria Alyok­hina, með­limur rúss­neska and­ófs­list­a­hópsins Pus­sy Riot, verður meðal ræðu­manna.Mót­mælin eru skipu­lögð af Ís­lands­deild Russians against the war. Hópurinn hefur staðið fyrir fjöl­mörgum mót­mælum við rúss­neska sendi­ráðið.

Andrei vonast eftir að mót­mælin verði fjöl­menn af fólki af öllum þjóð­ernum sem er á móti inn­rás Rússa í Úkraínu.

„Ég finn fyrir mikilli sorg vegna stríðsins,“ segir Andrei. „Þetta stríð er harm­leikur tveggja landa. Þetta er harm­leikur fyrir Úkraínu, þar sem fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu eða öllu sem það átti. En þetta er einnig harm­leikur fyrir Rúss­land. Efna­hagurinn er í rúst og fram­tíð landsins er í al­gerri ó­vissu,“ segir Andrei. Hann bætir við að hundruð þúsunda Rússa hafi þurft að flýja landið í leit að betra lífi.Andrei segir að hann óttist um líf skyld­menna sinna og vina í Rúss­landi.

Hann reynir að vera í dag­legum sam­skiptum við fólkið sitt, en að hans sögn er öryggi þess og mann­réttindum ógnað dag­lega.

„Þetta eru mikil von­brigði. Í upp­hafi inn­rásarinnar héldum við að þessu yrði lokið fljót­lega og að samið yrði um frið. En núna sjáum við að það er of seint og að skaðinn er skeður,“ segir Andrei.

Hann telur að það muni taka marga ára­tugi fyrir löndin að jafna sig á þessu stríði.Andrei segir að Rúss­land sé fjöl­mennt land og þó að margir Rússar styðji Pútín og inn­rásina, þá sé einnig stór hluti Rússa sem vilji ekkert með stríðið hafa.

„Þarna er venju­legt fólk sem vill lifa venju­legu lífi,“ segir Andrei.Gutt­ormur Þor­steins­son, for­maður Sam­taka hernaðar­and­stæðinga, verður einnig á mót­mælunum.Gutt­ormur segir það mikil­vægt að styðja við mót­mæli Rússa sem gagn­rýna Pútín og inn­rásina í Úkraínu.

Að sögn Gutt­orms er aug­ljóst að það kraumi ó­á­nægja með stríðið í Rúss­landi, en þúsundir hafa flúið landið, meðal annars til að forðast her­skyldu.„Við verðum að styðja við mót­mæli gegn stríðinu sem eru að eiga sér stað í Rúss­landi og það and­óf sem er gegn stríðinu þar,“ segir Gutt­ormur.