Alls var 56.921 erlendur ríkisborgari skráður með búsetu hér á landi þann 1. maí og fjölgaði þeim um hartnær tvö þúsund frá 1. desember eða um 3,5 prósent. Langmest fjölgaði úkraínskum ríkisborgurum eða um 236,8 prósent og voru þann 1. maí 805 úkraínskir ríkisborgarar skráðir í þjóðskrá. Sömuleiðis hefur verið umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um hartnær helming. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.