Talsmaður úkraínska hersins segir ekki rétt að rússneska hernum hafi tekist að fella rúmlega 600 úkraínska hermenn í einni árás.

Í samtali við BBC segir Serhiy Cherevaty að þetta sé dæmigert fyrir rússnesku áróðursvélina í Kreml. Þá herma heimildir Sky að þetta sé ekki satt.

Varnarmálaráðuneytið í Rússlandi tilkynnti fyrr í dag að Rússum hefði tekist að verða 600 Úkraínumönnum að bana í Kramatorsk í hefndum fyrir árás Úkraínumanna á herstöð Rússa í Chulakivka á nýársdag þar sem 89 létust.