Talsmaður úkraínska hersins segir ekki rétt að rússneska hernum hafi tekist að fella rúmlega 600 úkraínska hermenn í einni árás.
Í samtali við BBC segir Serhiy Cherevaty að þetta sé dæmigert fyrir rússnesku áróðursvélina í Kreml. Þá herma heimildir Sky að þetta sé ekki satt.
BREAKING: Sky military sources in Donetsk have dismissed Russian claims that 600 Ukrainian troops have been killed in a Russian strikehttps://t.co/X3flQUBL0r
— Sky News (@SkyNews) January 8, 2023
📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/H4QYakMC0n
Varnarmálaráðuneytið í Rússlandi tilkynnti fyrr í dag að Rússum hefði tekist að verða 600 Úkraínumönnum að bana í Kramatorsk í hefndum fyrir árás Úkraínumanna á herstöð Rússa í Chulakivka á nýársdag þar sem 89 létust.