Stórsókn Úkraínumanna í Donetsk-héraði heldur áfram og hefur þeim nú tekist að frelsa bæinn Lyman úr höndum Rússa. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters en bærinn er talinn gríðarlega mikilvægur hernaðarlega en Rússar hafa notað hann sem birgðarstöð fyrir barráttu sína innan héraðsins.

Frelsun bæjarins er mikið áfall fyrir Rússneska herinn en Valdimir Pútín tilkynnti um innlimun Donetsk héraðs í gær ásamt þremur öðrum héruðum við hátíðlega athöfn í Moskvu í gær. Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir Pútíns sem sagðar eru stigmagna spennu á milli Rússlands og vesturríka.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti innlimaði fjögur landsvæði í Úkraínu í gær sem telja um 18 prósent af heildarlandsvæði landsins
Mynd/Getty

Talsmaður Úkraínska hersins sagði fjölmiðlum í dag að frelsun bæjarins myndi gera Úkraínumönnum kleyft að byrja sókn sína inn í Luhansk héraðið sem nú er undir stjórn Rússa.

Meira en 5500 hermenn úr Rússneska hernum voru umkringdir af Úkraínumönnum í umsátrinu um bæinn. „Við drögum upp fána okkur þann 1. Október á okkar landi“ sagði einn hinna Úkraínsku hermanna í samtali við fréttamenn. „Lyman verður Úkraína á ný," sagði hann.

Talið er að flestir hermenn Rússa hafi yfirgefið svæðið áður en Úkraínumenn drógu fána sinn upp en mikið mannfall er talið hafa orðið meðal Rússa.