Andrzej Duda, for­seti Pól­lands var í dag fyrsti er­lendi þjóðar­leið­toginn til þess að á­varpa úkraínska þingið frá því að inn­rás Rússa í Úkraínu hófst. Hann sagði Úkraínu­menn eiga einir rétt á að á­kvarða sína eigin fram­tíð. Reu­ters greina frá þessu.

„Á­hyggju­raddir hafa birst sem segja að Úkraína eigi að láta undan kröfum Pútíns, en að­eins Úkraína hefur rétt til þess að á­kvarða sína eigin fram­tíð,“ sagði Duda. Hann sagði al­þjóða­sam­fé­lagið þyrfti að krefjast þess að Rússar dragi sig til baka frá úkraínsku land­svæði.

Yfir­völd í Úkraínu hafa úti­lokað hvers kyns friðar­sam­komu­lag sem fæli í sér að þau láti af hendi land­svæði. Þau hafa einnig vísað á bug kröfum um vopna­hlé en þau vilja meina að rúss­neskar her­sveitir myndu nýta vopna­hléið til þess að endur­reisa her­lið sitt, á meðan þær væru enn þá á her­numdum svæðum Úkraínu.

Pól­verjar hafa verið tals­menn harðra refsi­að­gerða gegn Rúss­landi og hafa verið ötulir stuðnings­menn þess að Úkraína gerist aðili að Evrópu­sam­bandinu.

„Ég mun ekki hvíla mig fyrr en Úkraína verður aðili að Evrópu­sam­bandinu,“ sagði Duda.

Pólverjar fá sérstaka réttarstöðu í Úkraínu

Vlodimír Selenskíj, for­seti Úkraínu, til­kynnti í dag að Pólskir ríkis­borgarar í Úkraínu myndu fá sömu réttindi og úkraínskir flótta­menn í Pól­landi njóta nú. Pól­verjar myndu því fá „sér­staka réttar­stöðu“ undir þessum lögum.


Pól­land hefur veitt um þremur milljónum úkraínskra flótta­manna rétt til þess að búa, starfa og krefjast greiðslu frá al­manna­tryggingum í Pól­landi.