Úkraína

Úkraínu­kirkja sjálf­stæð frá þeirri rúss­nesku

Kirkjuþing rétttrúnaðarkirkjunnar undir stjórn patríarkans í Istanbúl, trúarleiðtoga um 300 milljóna safnaðarbarna og eiginlegs æðsta manns rétttrúnaðarkirkjunnar, ákvað í gær að úkraínska rétttrúnaðarkirkjan fengi sjálfstæði frá hinni rússnesku.

Úkraínska rétttrúnaðarkirkjan fær sjálfstæði frá hinni rússnesku. Fréttablaðið/AFP

Kirkjuþing rétttrúnaðarkirkjunnar undir stjórn patríarkans í Istanbúl, trúarleiðtoga um 300 milljóna safnaðarbarna og eiginlegs æðsta manns rétttrúnaðarkirkjunnar, ákvað í gær að úkraínska rétttrúnaðarkirkjan fengi sjálfstæði frá hinni rússnesku. Málið á sér langa sögu en kirkjan í Rússlandi hefur alltaf lagst gegn aðskilnaðinum. Haldið því fram að um yrði að ræða stærsta klofning kristninnar í þúsund ár eða allt frá því rétttrúnaðarkirkjan klauf sig frá hinni kaþólsku.

En þótt Úkraínumenn hafi margir hverjir viljað kljúfa sig frá rússnesku kirkjunni hefur deilan harðnað til muna frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og átök brutust út í Austur-Úkraínu. Hafa Úkraínumenn til að mynda sakað rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna um að nýta ítök sín í Rússlandi til að styðja aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.

Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ákvörðun patríarkans og kirkjuþingsins væri til þess fallin að vekja yfirvöld í Moskvu af alræðisdraumum sínum. „Þetta snýst um sjálfstæði okkar, þjóðaröryggi og alþjóðastjórnmálin eins og þau leggja sig,“ sagði forsetinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Úkraína

Fluttu úkraínsku sjóliðana til Moskvu í fangelsi

Úkraína

Aðgerðirnar á Asovshafi draga dilk á eftir sér

Úkraína

Ísland hvetur til stillingar á Asovshafi

Auglýsing

Nýjast

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Loka við Skóga­foss

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Auglýsing