Alls hafa 43.400 rúss­neskir her­menn fallið í stríðinu í Úkraínu. Þetta kemur fram í dag­legri upp­færslu úkraínska hersins. Þá hefur úkraínski herinn eyði­lagt tæp­lega ní­tján­hundruð rússneska skrið­dreka og um tvö hundruð þyrlur. Danska ríkis­sjón­varpið greinir frá.

Fjöldinn hefur þó ekki verið form­lega stað­festur. The New York Times hefur eftir ó­nefndum banda­rískum em­bættis­manni, að talið sé að um tuttugu þúsund rúss­neskir her­menn hafi fallið í Úkraínu hið minnsta. Þar á meðal tæp­lega fimm þúsund her­menn sem til­heyrðu „Wagner-hópnum“ svo­kallaða, sem eru sam­tök mála­liða sem tengjast rúss­neskum stjórn­völdum.

Rúss­nesk yfir­völd hafa á hinsvegar örsjaldan gefið út tölur um mann­fall í Úkraínu, þar sem slíkt telst ríkis­leyndar­mál. Síðasta opin­bera talning rúss­neska hersins var í mars síðast­liðnum, en þá greindu þeir frá því að tæp­lega fjór­tán­hundruð rúss­neskir her­menn hefðu fallið í inn­rásinni.