Her­maður í þjóð­varð­liði Úkraínu myrti fimm öryggis­verði og særði fimm til við­bótar í skot­á­rás við flug­skeyta­verk­smiðju hersins. Á­rásar­maðurinn flúði af vett­vangi en var gómaður af lög­reglunni í bæ skammt frá, sam­kvæmt frétt Al Jazeera.

Á­rásin átti sér stað snemma í morgun við borgina Dnipro. Verðir við verk­smiðjuna voru að fá út­hlutuð vopn sín við byrjun vaktarinnar þegar her­maðurinn hóf að skjóta úr Kalas­hni­kov hríð­skotariffli á hópinn með þeim af­leiðingum að fimm létust og fimm til við­bótar særðust.

Verðirnir sem særðust í á­rásinni hafa verið fluttir á spítala, ein­hverjir í lífs­hættu.

Á­rásar­maðurinn flúði vett­vang en fannst síðar í bænum Pid­gor­odne, skammt frá Dnipro. Innan­ríkis­ráð­herra Úkraínu, Denys Mona­styrski­y, segir á­rásar­manninn vera her­maðurinn Artem Rya­bchuk.

Mona­styrski­y segir at­vikið verða rann­sakað til hins ítrasta. Ekki er enn vitað hvaða á­stæður lágu að baki á­rásinni.

Miklar ýfingar eru nú milli Rússlands og Úkraínu. Rússland hefur safnað miklu herliði við landamæri Úkraínu en vopnahlésviðræður standa yfir.