Ekki er enn vitað ná­kvæman fjölda Úkraínska her­manna sem hafa verið fluttir úr Azov stál­verk­smiðjunni í Maríu­pól, en rúss­nesk her­yfir­völd hafa gefið út að um 1.730 Úkraínskir her­menn hafa verið fluttir af svæðinu, en ekki hefur verið hægt að stað­festa þá tölu.

Áður hafði verið greint frá því að um það bil 2000 Úkraínskir her­menn hafi setið fyrir í verksmiðjunni eftir að borgin var að öllu öðru leiti fallin í hendur Rússa. Það gefur til kynna að það eru enn nokkur hundruð her­menn í stál­verk­smiðjunni.

Rúss­neskir fjöl­miðlar hafa haldið því fram að það séu her­liðar Azov sveitarinnar sem hafa ekki enn gefist upp. Rússar hafa á­sakað Azov her­sveitina að vera nas­istar, eitt­hvað sem stjórn­völd í Úkraínu hafa alltaf neitað fyrir.

Hersveitin í Maríupol heldur því fram að mótspyrna hermannanna í Maríupol undanfarna 84 daga hafi gefið öðrum svæðum í Úkraínu meiri tíma til að berjast gegn innrás Rússa.

Hermennirnir hafa búið í göngum og byrgjum undir verksmiðjunni undanfarnar vikur. Fyrr í mánuðinum var almennum borgurum bjargað frá verksmiðjunni.