Timur Miroshnychenko, úkraínski lýsandinn á ríkissjónvarpi Úkraínu UA:PBC, greinir samlöndum sínum frá öllu hinu helsta í keppninni í gegnum sprengjubyrgi.

Timur hefur verið Eurovision lýsandi Úkraínu frá árinu 2007. Hann er nú staddur í sprengjubyrgi í Kænugarði til þess að geta sent út án truflunar. Hann hefur síðustu mánuði tekið þátt í varnaraðgerðum sem trukkabílstjóri hjá úkraínska hernum.

Úkraínu er spáð sigri en landið rauk upp í veðbönk­um eftir að innrás Rúss­land hófst. Rússum var meinað að taka þátt í kepninni og nú leggja rússneskir tölvuþrjótar á ráðin um að koma í veg fyrir sigur Úkraínu