Leið­togar Evrópu­sam­bandsins hafa veitt Úkraínu form­legra stöðu sem um­sóknarríki að sam­bandinu. Volodimír Selenskíj segir á­kvörðunina vera ein­staka og sögu­lega. The Guar­dian greinir frá.

Leið­togar Evrópu­sam­bandsins funduðu í Brussel í dag og sam­þykktu að veita Úkraínu og Mol­dóvu stöðu sem um­sóknar­ríki.

Slíkt ferli tekur venju­lega mörg ár, en ESB flýtti ferlinu veru­lega vegna inn­rásar Rússa í Úkraínu.

Þrátt fyrir ákvörðunina er þó einhver ár í að ríkin tvö gangi í Evrópusambandið, en ESB hefur bent stjórnvöldum í Úkraínu á að taka þurfi á spillingu í landinu áður en lengra er haldið.

Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmdar­stjórnar ESB sagði á Twitter að í dag sé góður dagur fyrri Evrópu og að á­kvörðunin styrki sam­bandið.

Volodí­mír Selenskí, for­seti Úkraínu sagði á Twitter að fram­tíð landsins sé í ESB.