Leiðtogar Evrópusambandsins hafa veitt Úkraínu formlegra stöðu sem umsóknarríki að sambandinu. Volodimír Selenskíj segir ákvörðunina vera einstaka og sögulega. The Guardian greinir frá.
Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag og samþykktu að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu sem umsóknarríki.
Slíkt ferli tekur venjulega mörg ár, en ESB flýtti ferlinu verulega vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Þrátt fyrir ákvörðunina er þó einhver ár í að ríkin tvö gangi í Evrópusambandið, en ESB hefur bent stjórnvöldum í Úkraínu á að taka þurfi á spillingu í landinu áður en lengra er haldið.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar ESB sagði á Twitter að í dag sé góður dagur fyrri Evrópu og að ákvörðunin styrki sambandið.
This decision strengthens us all.
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) June 23, 2022
It strengthens Ukraine, Moldova and Georgia, in the face of Russian imperialism.
And it strengthens the EU.
Because it shows once again to the world that we are united and strong in the face of external threats.
Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu sagði á Twitter að framtíð landsins sé í ESB.
Sincerely commend EU leaders’ decision at #EUCO to grant 🇺🇦 a candidate status. It’s a unique and historical moment in 🇺🇦-🇪🇺 relations. Grateful to @CharlesMichel, @vonderleyen and EU leaders for support. Ukraine’s future is within the EU. #EmbraceUkraine https://t.co/o6dJVmTQrn
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 23, 2022