Uffe Ellemann-Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður flokksins Venstre lést í nótt eftir langa baráttu við krabbamein.

Frá þessu greinir sonur Uffe, Jakob Ellemann-Jensen í einlægri færslu á Facebook.

Hann lýsir þeirra nána sambandi með miklum söknuði, „hann varð áttræður og lifði löngu og frábæru lífi,“ skrifaði Jakob. „Ég sakna hans nú þegar alveg hriklega. Við hringdust oft á. Við töluðum um allt milli himins og jarð. Allt frá stórum vangaveltum um stjórnmál til hversdagslegra umræðna sem daglegt líf býður upp á. Við gátum verið alvarlegir saman. Við gátum hlegið. Við gátum þetta allt. Sérstaklega að hlæja.“

Jakob birti þessa mynd í færslunni um pabba sinn.
Mynd/Jakob Ellemann-Jensen

Þá segir að Uffe hafi verið lagður inn á Ríkisspítalann í Kaupmanahafn á mánudaginn síðastliðinn.

Danski ríkismiðillinn, DR, segir frá því að börn hans, núverandi formaður flokksins, Venstre, og þingkonan Karen Ellemann, hafi yfirgefið fund, Folkemødet, í danska bænum Bornholm á fimmtudag

vegna veikinda Uffe.

Uffe Ellemann-Jensen gegndi stöðu utanrískiráðherra á árunum 1982 til 1993 og var formaður flokksins, Venstre, 1984 til 1998.